Menntun

2012-2015 Meistaranám í Safnafræði við Háskóla Íslands (35 ein. lokið)

2000-2001 MA próf í Almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands

1992-1997 Framhaldssnám við Trinity College Dublin

1988-1991 BA próf í Almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands

Útgefin rit

Sjónsbók: Ævintýrið um höfundinn, súrrealisma og sýnir, Reykjavík, Forlagið 2016

Myndasagan: Hetjur, skrýmsl og skattborgarar, Reykjavík, Froskur útgáfa 2014

Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika, Reykjavík, Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan 2011

Viðurkenningar

Öll þrjú fræðirit mín hafa verið tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis og fengið lofsamlegar umsagnir

Styrkir og starfslaun

Þriggja mánaða starfslaun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna, 2021

Þriggja mánaða starfslaun úr Launasjóði rithöfunda, aukaúthlutun, 2020

Styrkur frá Hagþenki til að endurvinna grein um Medúsuhópinn fyrir rit um Norræna framúrstefnu, 2019

Ferðastyrkur frá Rithöfundasambandi Íslands, á slóðir Drakúla í Rúmeníu, 2019

Styrkur frá Hagþenki til að fullvinna handrit að Sjónsbók, 2016

Þriggja mánaða starfslaun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna til að vinna að Sjónsbók, 2013

Verkefnastyrkur úr Rannsóknarsjóði, 2011, til að vinna að Sjónsbók

Sex mánaða starfslaun úr Launasjóði fræðiritahöfunda, 2011, til að vinna að Sjónsbók

Þriggja mánaða starfslaun úr Launasjóði rithöfunda, 2011, til að vinna að Sjónsbók

Styrkur frá Launasjóði fræðiritahöfunda til að vinna að bókinni Myndasagan, 2008

Eins mánaðar laun í námsþróunarstyrk frá Menntamálaráðuneytinu til að vinna að vefsíðu um kennsluefni í myndlæsi, 2008 (með Ingu Ósk Ásgeirsdóttur)

Verkefnisstyrkur frá Rannsóknarsjóði Íslands fyrir verkefnið Líftækni í ljósi bókmennta, árin 2005-2007

Styrkir frá Hagþenki til að vinna að bókinni Myndasagan, árið 2004 og 2013, og styrkir fyrir sömu bók frá Menntunarsjóði Listaháskóla Íslands, 2004 og 2005

Starfsreynsla

Frá hausti 2000 hef ég verið í hlutastarfi sem deildarbókavörður hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur, síðan 2007 sem verkefnastjóri. Ég er ritstýra Bókmenntavefsins, bokmenntir.is og hef yfirumsjón með safnkosti og Rafbókasafninu, rafbokasafnid.is. Ég hef einnig komið að viðburðastjórnun, skipulagi bókmenntagangna, séð um sýningar og sýningarskrár og kynningarmál, auk annarra almennra bókasafnsstarfa

Frá hausti 1996 hef ég verið stundakennari við Háskóla Íslands, og kennt þar í almennri bókmenntafræði, íslensku fyrir erlenda stúdenta, japönsku, kynjafræði, mannfræði, fjölmiðlafræði, listfræði og í enskudeild

Frá hausti 2002 hef ég verið stundakennari við Listaháskóla Íslands og kennt þar við Kennaradeild, Myndlistadeild og Hönnunar og arkitektúrdeild

Fyrir utan almenna kennslu í námskeiðum hef ég leiðbeint fjölda B.A. og M.A. ritgerða, bæði í Háskóla Íslands og í Listaháskóla Íslands. Auk þess var ég prófdómari á Meistaraprófsverkefni í Listkennsludeild frá 2011-2014

Ennfremur hef ég kennt ýmis námskeið, við Myndlistaskólann í Reykjavík, Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, í Námsflokkum Reykjavíkur og víðar

Sjá nánar um kennslu og fyrirlestra í Ferilskrá - tal

Önnur störf

Sýningarstýra sýningarinnar Erró: Sæborg, í Hafnarhúsi, Listasafni Reykjavíkur 2020.

Bókmenntagagnrýnandi á Bókmenntavef Borgarbókasafnsins, bokmenntir.is (2002-2019)

Formaður dómnefndar Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar (2016-2018)

Sat í stjórn Rithöfundasambands Íslands (frá 2013-2015)

Umsjón með Drive-in Bókmenntahátíð í menningarhússinu Skúrinn (staðsettur þá við Norræna húsið), 18.-20. desember 2013

Sat í stjórn Launasjóðs fræðiritahöfunda (2012)

Varaformaður í stjórn Hlaðvarpans (frá 2011-2015)

Sýningarstýra sýningarinnar Sæborg: Kynjaverur og ókindur, í Gerðarsafni 2012 (með Helga Hjaltalín Eyjólfssyni)

Ritstjóri (með Birni Ægi Norðfjörð) að Ritinu 2/2010, þema heimsbíó

Sat í dómnefnd Fjöruverðlaunanna 2011

Var féhirðir Hins íslenska glæpafélags, 2008-2010

Sýningarstýra sýningarinnar Images of Technology í danska netgalleríinu Netfilmmakers.dk 2007

Sýningarstýra sýningarinnar Skrýmsl: óvættir og afskræmingar, í Listasafni Akureyrar 2005

Ritstjóri (með Bjarna Hinrikssyni) að sýningaskránni GISP! Nían (myndasögumessa), Listasafn Reykjavíkur 2005

Sat í fagnefnd menningar- og ferðamálaráðs, árin 2004 og 2005

Ritstjóri (með Davíð Ólafssyni) að tónleikaskránni Orðið tónlist, Smekkleysa, Reykjavík 2000

Sat í dómnefnd fyrir hönd Íslands um Glerlykilinn sem veittur er fyrir bestu norrænu glæpasöguna, árin 1999-2004

Sat í ritnefnd ritraðarinnar Atvik, sem gefin er út af Bjarti og ReykjavíkurAkademíunni 1999-2001

Sat í ritnefnd bókarinnar Flögð og fögur skinn, art.is, Reykjavík, 1998

Sat í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs 1998-1999 og 1999-2000

Skrifaði reglulega pistla um kvikmyndir, bókmenntir og myndasögur fyrir tímaritið Vera

Var kvikmyndagagnrýnandi á DV 1997-1999, fjölmiðlagagnrýnandi í sjónvarpsþættinum Mósaík, RÚV, 1998-1999, bókmenntagagnrýnandi í sjónvarpsþættinum Kastljósi 2000, 2001 og 2002 og bókmenntagagnrýnandi og menningar- og kvikmyndarýnir í útvarpsþættinum Víðsjá, RÚV 1997 - 2001

Ég er fræðikona í ReykjavíkurAkademíunni, félagi sjálfstætt starfandi fræðifólks, félagi í Hagþenki, Rithöfundasambandi Íslands og Hinu íslenska glæpafélagi. Ég hef birt ljóð og smásögur í ýmsum íslenskum tímaritum og bókum og í danska ritinu Hvedekorn og lesið eigin verk í útvarpi og sjónvarpi. Ég hef gefið út tvær bækur á eigin vegum, með ljóðum og prósa

Ég hef skrifað fjölda greina og bókakafla í bæði fræðirit og almennari, sýningarskrár og leikskrár, einnig greinar í dagblöð, tímarit og kynningarblöð um kvikmyndir (sjá ritaskrá)

Síðan árið 1999 hef ég skrifað árlegar yfirlitsgreinar um íslenskar bókmenntir í Nordisk tidskrift

Ég hef skrifað yfir fjörutíu yfirlitsgreinar um íslenska rithöfunda á bókmenntavef Borgarbókasafns Reykjavíkur, bokmenntir.is